Jarðvegsrannsóknir hafa farið fram og leiddu niðurstöður þeirra í ljós að grundun húsanna þarf að fara fram með niðurrekstri á súlum sem munu mynda undirstöður húsanna. Um er að ræða u.þ.b. 240 forsteyptar súlur sem verða reknar niður að meðaltali átta metra niður í klöpp. Búseti hefur samið við fyrirtækið Ístak um framkvæmdina. Samkvæmt verkáætlun á framkvæmdum að ljúka um mánaðamótin.
Titringsmælum hefur verið komið fyrir á húsum sem næst liggja þeim stað þar sem tækjabúnaður Ístaks er í notkun. Ístak tryggi að titringur verði undir viðmiðunarmörkum. Gefin er upp vefslóð þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um titring í rauntíma.
Nánari upplýsingar framkvæmdina þ.e.a.s. titringsmælar og vatnsmælingar má finna hér: https://busetikeilugrandi.wordpress.com/tilkynningar/