Niðurrekstur á súlum við Keilugranda 1-11

Jarðvegs­fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á lóðinni við Keilu­granda 1-11 í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Jarðvegs­rann­sókn­ir hafa farið fram og leiddu niður­stöður þeirra í ljós að grund­un hús­anna þarf að fara fram með niður­rekstri á súl­um sem munu mynda und­ir­stöður hús­anna. Um er að ræða u.þ.b. 240 for­steypt­ar súl­ur sem verða rekn­ar niður að meðaltali átta metra niður í klöpp. Bú­seti hef­ur samið við fyr­ir­tækið Ístak um fram­kvæmd­ina. Sam­kvæmt ver­káætl­un á fram­kvæmd­um að ljúka um mánaðamót­in.

Titr­ings­mæl­um hef­ur verið komið fyr­ir á hús­um sem næst liggja þeim stað þar sem tækja­búnaður Ístaks er í notk­un. Ístak tryggi að titr­ing­ur verði und­ir viðmiðun­ar­mörk­um. Gef­in er upp vef­slóð þar sem hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um titr­ing í raun­tíma.

Nánari upplýsingar framkvæmdina þ.e.a.s. titringsmælar og vatnsmælingar má finna hér: https://busetikeilugrandi.wordpress.com/tilkynningar/