Keilugrandi 11 0101husmynd

Keilugrandi

78 nýjar íbúðir á sjávarlóð í Vesturbænum

Aðlaðandi umhverfi og grænar áherslur

Svæðið er aðlaðandi og skali bygginganna brotinn upp hvað varðar efni og form. Við efnisval er tekið tillit til heildaryfirbragðs, vistvænis og hagkvæmnisjónarmiða.

Einstök staðsetning með fallegu útsýni til sjávar

Fjölskylduvænt hverfi sem er einstaklega vel staðsett hvað varðar skóla og íþrótta- og tómstundastarf. Falleg gönguleið er meðfram strandlengjunni milli Grandans og Seltjarnarness. Ægifagurt sólsetrið er skammt undan ásamt fjölbreyttu fuglalífi allt um kring. Á svæðinu er að finna fjölbreytt úrval þjónustu, verslana og veitingastaða.

Opið hús - Sala búseturétta

  • Laugardaginn 19. okt. milli kl. 13 og 14 verður opið hús í Keilugranda.
  • Opnað verður fyrir umsóknir miðvikudaginn 16. október. kl. 12:00 - umsóknarfresti lýkur 30. október kl. 12:00
  • Til að geta sótt um íbúð verður þú að vera félagsmaður í Búseta. Íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.
  • Hægt er að sækja um fleiri en eina íbúð og er þá hægt að raða íbúðum í röð eftir ósk kaupenda.

Úthlutun búseturétta

  • Úthlutun nýrra íbúða við Keilugranda, fer fram á Hótel Sögu í salnum Kötlu fimmtudaginn 31. okt. kl. 16:30.
  • Efsti umsækjenda á lista þarf að mæta og staðfesta úthlutun sína. Þær íbúðir sem ganga af verða settar inn á netið undir reglunni "fyrstur kemur - fyrstur fær." Þá er umsókn bindandi og fer beint í ferli þegar hún berst félaginu. Ef tveir eða fleiri sækja um sömu íbúðina, þá gildir tímaröð umsókna.

Kaupferli

  • Ganga þarf frá bráðabirgðasamningi vegna kaupa á búseturétti innan 10 virkra daga frá úthlutun.
  • Við undirritun bráðabirðgasamnings er greitt inn á búseturéttinn kr. 375.000.- og kostnað vegna kaupanna kr. 125.000.-
  • Greiðsluáætlun á búseturéttinum er sett inn í samninginn.
  • Áætluð afhending fer fram sumarið 2020

Fréttir

af framkvæmdunum