A2F arkitektar er stofa rekin af Aðalheiði Atladóttur og manni hennar Falk Krüger. Þau hafa verið aðalhönnuðir fjölda áhugaverðra verkefna innan lands sem utan.
Sjálf bygging húsanna við Keilugranda hefur gengið vel fyrir sig í samtarfi við byggingarverktakann Alverk. Búseti gerir ráð fyrir að afhenda fyrstu íbúðirnar í júní 2020 og að allar 78 íbúðirnar verði afhentar fyrir sumarlok 2020.
Vandað er til allra verkþátta. Jarðvegsframkvæmdir hófust vorið 2018 og hafa vegfarendur getað fylgst með hverjum áfanga verksins síðan. Bygging íbúðanna er dæmi um þá stefnu að þétta byggð og dæmi um framkvæmd sem mörgum þykir vel lukkuð. Á lóðinni stóð áður vöruskemma SÍF, sem var rifin árið 2017, enda hafði hún lokið hlutverki sínu sem geymsla fyrir saltfisk. Jarðvegsrannsóknir voru gerðar á lóðinni sem leiddu í ljós að langt var niður á fast. Að auki var að finna gamla sorphaugar á svæðinu. Í stað þess að fjarlægja jarðveginn var sú ákvörðun tekin að byggingar yrðu grundaðar á forsteyptum súlum sem reknar voru niður á fast. Húsin eru því vel grunduðð enda um að ræða um 260 forsteyptar súlur sem voru reknar að meðaltali átta metra niður á klöpp í samstarfi við Ístak.